Svíar missa trú á Saab
Svíar hafa gersamlega misst alla tiltrú á Saab ef marka má niðurstöður árlegrar rannsóknar sem Gautaborgarháskóli sem birtar voru á þriðjudag.
Í þessari árlegu rannsókn er tiltrú almennings á fjölmiðlum, stofnunum og fyrirtækjum metin. Það er fjölmiðladeild Gautaborgarháskóla sem stendur að þessu og hefur gert frá árinu 1997.
Þær hremmingar sem Saab hefur gengið í gegn um undanfarin ár og mánuði (Kannski mætti frekar kalla það dauðastríð) hafa varla farið fram hjá nokkrum Svía. Í könnuninni í fyrra höfðu 37 prósent aðspurðra trú á Saab en núna einungis 11 prósent.
Hitt sænska bílamerkið er Volvo sem áður var í eigu Ford Motor Co. en er nú í eigu hins kínverska Geely og virðist hreint ekki eiga í örðugleikum. Engu að síður sýnir rannsóknin minnkandi tiltrú Svía á Volvo. Í fyrra höfðu 66 prósent aðspurðra trú á Volvo en nú 58 prósent.