Svíar skoða að leyfa hægri beygju á rauðu ljósi
í Svíþjóð eru stjórnvöldmeð til skoðunar tillögu að leyfa hægri beygju á rauðu ljósi undir ákveðnum skilyrðum. Mikill hljómgrunnur eru fyrir þessari tillögu sem myndi einnig falla undir hjólreiðamenn. Sænsk stjórnvöld bera þá von í brjósti að þessi breyting muni draga úr umferðaslysum og efla öryggið á allan hátt.
Tillaga ekki ósvipaðri þessari sem nú ler til skoðunar var einnig til umfjöllunar árið 2014 en var þá hafnað.
Víða um heim er löglegt að keyra á móti rauðu ljósi á hægri beygju. Í flestum ríkjum Bandaríkjanna og í Kína hefur það verið löglegt um all nokkurt skeið með ágætum árangri.