Svíar viðbúnir vetrinum eftir harða gagnrýni

Snjóruðningur og viðbúnaður við neyðartilvikum á sænskum vegum á að virka mun betur í vetur að sögn umferðarstofnununar þar í landi. Ný aðgerðaáætlun hefur verið útbúin eftir harða gagnrýni frá síðasta vetri.

Síðasti vetur bauð upp á margar erfiðar áskoranir fyrir ökumenn - ekki síst ringulreiðin sem myndaðist á E22 hraðbrautinni í janúar sem Umferðarstofnun fékk harða gagnrýni fyrir. Nú hefur umferðarstofnun, að beiðni ríkisstjórnarinnar, útbúið aðgerðaáætlun þar sem stofnunin hefur greint nokkur svið til úrbóta og safnað lærdómi af fyrri áskorunum.

Markmið aðgerðaáætlunarinnar er að gera vegina öruggari í vetur og tryggja að vetrarþjónusta virki. ,,Ég reikna með að við getum fengið álíka vetur að þessu sinni og við höfum séð til þess að umferðarstofnun sé betur búin en nokkru sinni til að halda vegunum öruggum og færum," segir Roberto Maiorana, framkvæmdastjóri Umferðarstofnunar.

Nú teknar hraðari ákvarðanir í bráðatilvikum

Ein af aðgerðunum er að Umferðarstofnun geti nú tekið hraðari ákvarðanir í bráðatilvikum. Í janúar tók það átta klukkustundir frá því að stofnunin fékk fyrstu neyðarsímtölin um ástandið á E22 þar til sameiginleg aðgerð hagsmunaaðila hófst. Aðrar aðgerðir sem nefndar eru í skýrslunni eru að Umferðarstofnun getur nú fjarlægt bíla sem loka veginum hraðar, starfsmenn á vakt hafa fengið þjálfun, rekstrarstarfsemin er nú með sólarhringsvakt, samstarfið við björgunarsveitir á að verða skýrara og ökumenn eiga að fá betri viðvaranir við umferðartruflanir.

Umferðarstofun segir ennfremur að dýpkað verður á samstarfið við verktaka til að tryggja að þeir séu fullkomlega tilbúnir að takast á við áskoranir vetrarins.

Hart var deilt á vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar veturinn 2022 eftir að mikinn snjó kyngdi niður. Gagnrýnin beindist að því að verktakar á vegum borgarinnar hafi verið lengi að byrja að ryðja húsagötur. Síðar kom í ljós að samningar við undirverktaka voru ekki tilbúnir og vantaði hátt í 30 snjóruðningstæki á göturnar vegna þessa. Í fyrravetur var vetrarþjónustan með allt öðrum hætti og tókst að halda leiðum að mestu leyti opnum.