Svindlið hjá Procar viðameira en áður var talið

Eftir að fréttaskýringaþátturinn Kveikur opinberaði fyrir röskri viku síðan að bílaleigan Procar hafði átt við ökumæla í bifreiðum sínum í þeim tilgangi að gera þá auðseljanlegri eru ýmis rangindi í yfirlýsingunni sem stjórn Procar sendi frá sér eftir útsendingu þáttarins. Þetta kemur fram á mbl.is.

Í yf­ir­lýs­ingu bíla­leig­unn­ar sagði meðal ann­ars að fyr­ir­tækið hefði hætt að fikta í kíló­metra­stöðu bíl­anna árið 2015 og að málið varðaði ein­ung­is bif­reiðar sem seld­ar hefðu verið á ár­un­um 2013-2016, en gögn sem mbl.is hef­ur und­ir hönd­um og blaðamaður hef­ur borið sam­an við upp­lýs­ing­ar úr öku­tækja­skrá Sam­göngu­stofu, sýna að bíl­ar sem átt var við árið 2016 voru seld­ir á ár­un­um 2017 og 2018, bæði til fyr­ir­tækja og ein­stak­linga.

Hér er um að ræða að minnsta kosti 19 bíla, sam­kvæmt þeim gögn­um úr bók­un­ar­kerfi bíla­leig­unn­ar sem blaðamaður hef­ur skoðað. 16 þeirra voru seld­ir árið 2017 og þrír til viðbót­ar árið 2018, sá síðasti í nóv­em­ber síðastliðnum. Þar var um að ræða Nis­s­an Pat­hf­ind­er-jeppa, sem í mars árið 2016 var „spólaður til baka“ um rúm­lega 33 þúsund kíló­metra.

Viðtal er við eiganda Nissan Pathfinder jeppans. Nánari umfjöllun á mbl.is má lesa hér.