Svindlið hjá Procar viðameira en áður var talið
Eftir að fréttaskýringaþátturinn Kveikur opinberaði fyrir röskri viku síðan að bílaleigan Procar hafði átt við ökumæla í bifreiðum sínum í þeim tilgangi að gera þá auðseljanlegri eru ýmis rangindi í yfirlýsingunni sem stjórn Procar sendi frá sér eftir útsendingu þáttarins. Þetta kemur fram á mbl.is.
Í yfirlýsingu bílaleigunnar sagði meðal annars að fyrirtækið hefði hætt að fikta í kílómetrastöðu bílanna árið 2015 og að málið varðaði einungis bifreiðar sem seldar hefðu verið á árunum 2013-2016, en gögn sem mbl.is hefur undir höndum og blaðamaður hefur borið saman við upplýsingar úr ökutækjaskrá Samgöngustofu, sýna að bílar sem átt var við árið 2016 voru seldir á árunum 2017 og 2018, bæði til fyrirtækja og einstaklinga.
Hér er um að ræða að minnsta kosti 19 bíla, samkvæmt þeim gögnum úr bókunarkerfi bílaleigunnar sem blaðamaður hefur skoðað. 16 þeirra voru seldir árið 2017 og þrír til viðbótar árið 2018, sá síðasti í nóvember síðastliðnum. Þar var um að ræða Nissan Pathfinder-jeppa, sem í mars árið 2016 var „spólaður til baka“ um rúmlega 33 þúsund kílómetra.
Viðtal er við eiganda Nissan Pathfinder jeppans. Nánari umfjöllun á mbl.is má lesa hér.