Svipaður samdráttur í umferðinni helst áfram
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu var svipuð í nýlíðinni viku (viku 17) og vikunni þar áður (viku 16) en enn gerir mismunandi tímasetning páska samanburð á milli ára erfiðan. Samdrátturinn nemur tæpum 20 prósentum. Þessi vika mun segja betri sögu af samanburðinu við síðasta ár en þær tölur verða birtar eftir viku af því fram kemur í upplýsingum frá Vegagerðinni.
Þá kemur fram að mjög svipaður samdráttur var í umferð í viku 17 miðað við sömu viku á síðasta ári, í þremur lykilmælisniðum Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu, og var í viku 16 en samdrátturinn reyndist 19,6%.
Þótt samdrátturinn hafi verið svipaður og í vikunni þar áður er hægt að merkja það að umferð hafi verið að aukast síðustu tvær vikurnar en vika 17 var síðasta vikan þar sem staðsetning páska truflar samanburðinn því verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig næsta vika eða vika 18 kemur út úr samanburðinum. Mjög líklega segir sá samanburður í næstu viku meira til um hvernig staðan er í raun í umferðinni. Loks verður síðan fróðlegt að sjá þar næstu viku, eða viku 19 þegar samkomubanni lýkur.
Eins og áður leiðir Hafnarfjarðarvegur samdráttinn en lang minnst dregst umferð saman á Reykjanesbraut eða rétt tæp 9%, sjá nánar hér fyrir neðan.
Samdráttartölur í viku 17, eftir mælistöðum:
Hafnarfjarðarvegur við Kópavogslæk -24,5%
Reykjanesbraut við Dalveg Kópavogi -8,6%
Vesturlandsvegur ofan Ártúnsbrekku 17,7%