Tunnan á Norðursjávarolíu rétt undir 20 dollurum
Miklar sviptingar hafa verið á olíumörkuðum síðustu vikurnar sem að mestu er rakið til kórónuveirufaraldursins. Eftirspurnin hefur farið niður úr öllu valdi og hafa tölur í því sambandi ekki sést um árabil.
Samtök olíuframleiðsluríkja, OPEC, hafa fundað stíft um þróun mála undanfarið og um næstu helgi tekur í gildi samkomulag aðildarríkja OPEC sem gengur út á það að draga úr framleiðslunni.
Til marks og verð á olíunni nú um stundir var verð á bandarískri hráolíu í morgun um tíu dollara á tunnu. Verðið tók að hækka undir lok síðustu viku en hefur síðan lækkað töluvert síðustu tvo daga. Tunnan á Norðursjávarolíu í morgun var rétt undir 20 dollurum.