Tæplega sex þúsund nýskráningar
Það sem af er þessu ári eru nýskráningar alls 5.954 sem er um 33% færri skráningar en á sama tíma í fyrra. Hlutdeild bensíbíla er um 26%, dísilbíla um 22,5% og rafmagnsbíla 20,3%. Hybrid og tengiltvinnbílar koma síðan í sætum þar á eftir.
Toyota bifreiðar eru með flestar nýskráningar, alls 946. Kia er í öðru sæti með 600 bíla og Hyundai í þriðja sætinu með alls 487 selda bíla. Tesla eru í fjórða sætinu með 466 bíla.
Hlutdeild bifreiða í almennri notkun er um 86% en bílaleigubíla 14%.