Tafir á framleiðslu ökuskírteina
Tafir verða á því á næstu mánuðum að fá nýtt ökuskírteini úr plasti afhent. Af þeim sökum hvetur sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu fólk til þess að nota stafrænt ökuskírteini frekar. Framleiðsla á ökuskírteinum hefur um all nokkra hríð verið í Ungverjalandi en nú sé hins vegar verið að færa framleiðsluna hingað til lands. Ennfremur eigi eftir að semja að semja við birgja um kaup á plasti sem uppfyllir öll skilyrði til notkunar í ökuskírteini.
Hægt að fá skírteini í neyð
Þurfi fólk nauðsynlega á skírteini úr plasti að halda, til að mynda vegna fyrirhugaðrar leigu bílaleigubíls erlendis, séu skírteini prentuð. Ástæðan fyrir lengri biðtíma sé einfaldlega sú að verið sé að spara það litla plast sem er til. Fólki er bent á að hægt sé að fá alþjóðlegt ökuskírteini hjá FÍB og sýslumanni.
Haft var eftir Sigríði Kristinsdóttur, sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, í samtali á Vísi, að ástæðan sé sú að verið sé að færa framleiðslu ökuskírteina til Íslands frá Ungverjalandi, þar sem hún hafi verið síðastliðinn áratug.
Biðtími ökuskírteina styttist
Sigríður segir það fylgja breytingunni að biðtími eftir afgreiðslu nýs ökuskírteinis fari úr allt að þremur vikum í eina viku. Hins vegar gerist það ekki fyrr en eftir áramót, miðað við áætlanir, þar sem enn eigi eftir að semja við birgja um kaup á plasti sem uppfyllir öll skilyrði til notkunar í ökuskírteini.
Þangað til hvetur Sýslumaður fólk til þess að nýta frekar stafræn ökuskírteini, enda séu þau ekki frábrugðin þeim úr plasti hvað varðar notkun hér á landi.