Tap hjá GM 2007

http://www.fib.is/myndir/GM_logo_1.jpg
General Motors tókst ekki að snúa við vondri rekstarafkomu sinni undanfarin mörg ár og tapaði ógurlega á síðasta ársfjórðungi nýliðins árs, eða 722 milljónum dollara. Samanlagt tap í Bandaríkjunum og Evrópu á öllu síðasta ári nam næstum 1,7 milljörðum dollara og er að meirihluta rakið til erfiðleika á heimamarkaðinum, Bandaríkjunum. Rekstur GM í Asíu og S. Ameríku skilaði hins vegar 437 milljón dollara hagnaði.

Tapið á síðasta ársfjórðungi 2007 sker í augu þar sem á sama tíma árið 2006 varð 950 milljón dollara hagnaður. Til stendur að stórfækka í starfsliðinu í Bandaríkjunum og hefur GM nú boðið öllum sínum 74 þúsund starfsmönnum upp á annaðhvort að kaupa upp störf þeirra með um þriggja milljóna króna eingreiðslu eða gera við þá snemmbæra eftirlaunasamninga.

Tap varð á rekstri GM Europe (m.a. Opel/Vauxhall og Saab) þrátti fyrir 8,9 prósenta söluaukningu 2007. Mest jókst sala á Chevrolet, Opel/Vauxhall og Cadillac.