Tengiltvinnbílar frá 2014
Reuters fréttaveitan greinir frá því að allir nýir Toyota Prius tvinnbílar verða tengiltvinnbílar frá og með árinu 2014. Það þýðir að hægt verður að hlaða rafgeyma þeirra með því að stinga þeim í samband við venjulega rafmagnsinnstungu. Tengiltvinnbúnaðurinn verður þannig staðalbúnaður í Priusbílum frá árinu 2014.
Reuters hefur þessa frétt eftir japanska viðskiptablaðinu Nikkei. Blaðið greinir jafnframt frá því að verð Toyota Prius bíla breytist ekki með þessari tæknibreytinga. En auk þess að bílarnir verði tengiltvinnbílar verða ekki lengur í þeim nikkel/cadmium rafhlöður eins og verið hafa til þessa, heldur hágæða líþíumrafhlöður sem geyma í sér nægilega mikið rafmagn til að skila bílunum allt að 60 kílómetra á hverjum einum lítra af bensínin miðað við 38 kílómetra sem nú er hámarkið á nýjustu kynslóð Prius bíla, að sögn Nikkei.