Tesla fjölgar þjónustumiðstöðvum um allan heim
Mikill uppgangur er hjá bandaríska bílaframleiðandanum Tesla og nú hefur fyrirtækið áform um að bæta að minnsta kosti við einni nýrri þjónustumiðstöð á heimsvísu í hverri viku á næsta ári. Tesla hefur verið að þétta net þjónustumiðstöðva um allan heim í kjölfar aukinna sölu sem kalli á betri þjónustu við viðskiptavini.
Fram hefur komið að fjárfesting Tesla í þjónustu og gæðum hafi ekki dugað til að halda í við vaxandi sölu þess sem geti skaðað vörumerkið ef ekki verði gripið inn í og þjónustustöðvum fjölgað. Góð þjónusta er gríðarlega mikilvægur þáttur því umsvif fyrirtækisins halda áfram að þenjast út um allan heim.
Tesla leggur á það þunga áherslu að það þurfi að fjölga og stækka þjónustumiðstöðvar sínar en í dag rekur fyrirtækið 466 þjónustumiðstöðvar um allan heim.