Tesla hyggst reisa nýja verksmiðju í Bandaríkjunum
Bandaríski bílaframleiðandinn hyggst færa úr kvíarnar á næstunni ef áætlanir fyrirtækisins ganga eftir. Áform eru uppi um byggingu nýrrar verksmiðju í suðurvesturhluta Bandaríkjanna á þriðja ársfjórðingi að talsmanna Tesla. Viðræður hafa verið í gangi við embættismenn í Texas og Oklahoma og er Tesla bjartsýnt á jákvæðar niðurstöður á næstunni.
Ef af byggingu nýrrar verksmiðju verður er ætlunin að leggja aðallega áherslu á framleiðslu á rafmagnspallbíla og Model Y jeppa. Um er að ræða 4-5 milljóna fermetra verksmiðju sem myndi skapa fimm þúsund manns atvinnu.
Þess má geta að núverandi verksmiðja Tesla í Fremount í Kaliforníu er svipuð að stærð. Vegna mikils uppgangs verði fyrirtækið að horfa til stækkunar. Elon Musk, framkvæmdastjóri Tesla, hefur ekkert viljað tjáð sig opinberlega um málið en staðfest hefur verið að hann hefur átt í viðræðum við ríkisstjórann í Texas um málið.
Tesla lenti í útistöðum við stjórnvöld í Fermount þegar þau skipuðu fyrirtækinu að loka þegar kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Tesla hótaði því að þá að fara með höfuðstöðvar sínar til Texas eða Nevada. Nokkuð hægði á starfseminni um tíma en hún er núna rekin með fullum afköstum,