Tesla Model 3 mest seldi rafbíllinn þriðja árið í röð
Tesla Model 3 var söluhæsti rafbíllinn á síðasta ári en þessi tegund seldist í 370 þúsund eintökum. Þetta er þriðja árið í röð sem Tesla Model 3 trónir í efsta sætinu og er uppgangur fyrirtækisins einstakur.Kínverskir rafbílaframleiðendur eru að verða mjög umfangsmiklir á þessum markaði.
Bíll af tegundinni Wuling Hong Guang Minikemur í öðru sæti yfir mest seldu bílana, rúmlega 120 þúsund bílar af þessari tegund, fór á götuna á síðasta ári. Það eru eflaust ekki margir sem vita um þennan bíl en bíllinn er einungis seldur í Kína. Markmiðið er að koma þessum bíl inn á Evrópumarkað en tíminn einn mun leiða í ljós hvenær það verður. Kínverskum rafbílum fjölgar jafnt og þétt í Evrópu, þá sérstaklega í Noregi.
Renault Zo kom sér fyrir í þriðja sætinu á listanum með yfir hundruð þúsund seldra bíla. Um risastökk var að ræða en árið 2019 var bíllinn í áttunda sæti. Í næstu sætum koma Model Y, Hyundai Kona, Volkswagen ID.3. Nissan Leaf, mest seldi rafbíllinn frá upphafi, er í sjöunda sæti en alls seldist bíllinn í tæp 56 þúsund eintökum 2020.
Athygli vekur að kínverski bílaframleiðandinn Great Wall Motors kemur bíl sínum Ora R1 á tíunda sæti listans en bíllinn var í 27. sæti árinu á undan.