Tesla opnar nýjan hleðslugarð í Keflavík
Nýr Supercharger hraðhleðslugarður með 20 stöðvum hefur opnað við Flugvelli 25 í Keflavík, stærsti hleðslugarður Tesla til þessa. Opnunin eru hluti af rammaáætlun sem hefur verið gerð með N1 um opnun Tesla Supercharger hraðhleðslustöðva um land allt.
Fram kemur í tilkynningu að markmið Tesla er að flýta fyrir orkuskiptum og með það að leiðarljósi hafa betrumbætur átt sér stað á hleðslustöðvum, sem eru einnig opnar öllum tegundum rafbíla. Nýju stöðvarnar eru fjórðu kynslóðar stöðvar og kallast V4 Supercharger.
V4 hleðslustöðvarnar skila allt að 250 kílóvatta hleðsluhraða og eru stórt framstökk í tækniþróun. Evrópsku V4 stöðvarnar eru einungis búnar CCS kapli fyrir bíla sem styðja við hraðhleðslu. Allar Tesla Model 3 og Model Y, en einnig Model S og Model X sem afhentir voru frá og með fjórða ársfjórðungi árið 2022 á Íslandi styðja við CCS hleðslu.
Íslenskir eigendur Model S og Model X sem tóku við afhendingu fyrir fjórða ársfjórðung 2022 geta notað hleðslustöðvarnar með CCS millistykki sem hefur fylgt með sem staðalbúnaður fyrir Model S og Model X síðan í maí 2019.
Þess má geta að Tesla rekur 10 hleðslugarða með 68 Supercharger hleðslustöðvum um land allt.