Tesla stefnir á framleiðslu á rafhlöðum með lengri líftíma og orkuþéttleika
Elon Musk, framkvæmdastjóri bandaríska bílaframleiðandans Tesla, segir að hugsanlega geti fyrirtækið farið að framleiða rafhlöður með lengri líftíma og með allt að 50% meiri orkuþéttleika á næstu þremur til fjórum árum.
Orkuþéttleiki rafhlaða í Tesla í dag er 260 Wh/gk en myndi aukast í 400 Wh/kg ef áætlanir fyrirtækisins ganga eftir. Búist er við að þessar hugmyndir verði kynntar enn frekar á hluthafafundi sem verður í lok september.
Suður kóreskir rafgeymasérfræðingar segja að ef áætlanir og framkvæmdir verða að veruleika er um byltingartækni að ræða sem hugsanlega getur aukið bæði orkuþéttleika rafhlöðunnar og endingu rafhlöðunnar verulega. Tíminn einn verði að leiða þetta í ljós envíst er að þekking og framfarir á þessu sviði muni aukast til muna á næstu árum.
Tesla er í samstarfi við kínverska og suður kóreska sérfræðinga sem lítur að tækni og framþróun á þessu sviði. Aðal markmiðið er að lengja líf rafhlöðunar og auka drægnina.