Þeir elstu velja Suzuki

Yngstu kaupendur nýrra bíla í Noregi (að meðaltali) velja rafbílinn Tesla og Mini, en þeir elstu  Suzuki og Subaru þegar nýr heimilisbíll er keyptur. Þetta lesa blaðamenn bílatímaritsins Bil-Norge út úr nýskráningartölum frá upplýsingaþjónustu umferðarinnar í Noregi (OVF) fyrir árið 2014. Alls seldust á árinu 2014 144.202 bílar. Þar af keyptu einstaklingar 75.796 bíla en fyrirtæki stofnanir, þar með taldar bílaleigur og lánastofnanir, keyptu 68.406 bíla.  

70 þeirra einstaklinga sem keyptu sér nýjan bíl voru karlar en 30 prósent voru konur. Hjá konunum var Fiat 500 svo vinsæll að konur keyptu 56 prósent þeirra Fiat 500 bíla sem nýskráðir voru í Noregi árið 2014. Næst vinsælasti konubíllinn var Mini en konur keyptu 51 prósent bílanna. Konur voru minna hrifnar af Jaguar en þær keyptu einungis 6 prósent seldra bíla þeirrar tegundar í fyrra. Í næst lægsta sæti hjá konunum var svo Tesla  (11 %).

En þeir Norðmenn sem keyptu sér nýjan bíl 2014 voru svo sem engin unglömb, því meðalaldur þeirra  54 ár. Meðalaldur þeirra sem keyptu sér Tesla var 46 ár og 48 ár hjá þeim sem keyptu Mini. Í þriðja sæti kom sem Nissan. Þar var meðalaldur kaupenda 49 ár.

Elsti kaupendahópurinn, 64 ára valdi Suzuki og sá næst elsti 62 ára valdi svo Subaru. Þriðji elsti hópurinn – 60 ára – valdi Hyundai. Sjá nánar á meðfylgjandi töflu.

http://fib.is/myndir/kaupendaaldur.jpg