Þjónusta Vegagerðarinnar um jól og áramót
Þjónusta Vegagerðarinnar um hátíðirnar verður með nokkuð hefðbundnu sniði.
Aðfangadagur jóla og gamlársdagur
Á aðfangadag og gamlársdag verður umferðarþjónustan í síma 1777 opin frá klukkan 6.30 til 22. Starfsmenn vaktstöðva verða hins vegar á vakt allan sólarhringinn.
Hlutverk vaktstöðva og þjónustustöðva Vegagerðarinnar er að tryggja að vegir haldist í því ástandi sem ætlast er til skv. snjómokstursreglum.
Jóladagur og nýársdagur
Á jóladag og nýársdag verður umferðarþjónustan í síma 1777 opin frá klukkan 7:30 til 22. Sólarhringsvakt er á vaktstöðvum Vegagerðarinnar.
Annar í jólum
Á annan í jólum er veitt hefðbundin þjónusta og umferðarþjónustan veitir upplýsingar um færð og veður í síma 1777 frá klukkan 6.30 til 22.
Neyðarsími Vegagerðarinnar er 522 1112 en hann á aðeins að nota í neyðartilvikum.
Skert vetrarþjónusta á umferðarminni langleiðum
Aðfangadagur jóla og gamlársdagur verða með sömu vetrarþjónustu og um helgar. Á jóladag og nýársdag verður skert þjónusta á umferðarminni langleiðum og verða þær þjónustaðar á milli kl. 10:00 og kl. 17:00.
Þessar leiðir eru:
- Borgarnes – Stykkishólmur
- Búðardalur – Patreksfjörður
- Búðardalur – Ísafjörður
- Blönduós – Sauðárkrókur um Þverárfjall
- Sauðárkrókur – Siglufjörður
- Húsavík – Þórshöfn – Vopnafjörður
- Húsavík - Mývatn
- Mývatn – Fellabær
- Vopnafjörður – vegamót við Hringveg
- Fellabær – Borgarfjörður eystri
- Breiðdalsvík- Höfn
- Höfn - Jökulsárlón