Þreyttir og vansvefta ökumenn hættulegir

http://www.fib.is/myndir/Drowsydriver.jpg
Ökumenn sem eru ósofnir og dauðþreyttir undir stýri eru jafn hættulegir eða jafnvel hættulegri sjálfum sér ög öðrum í umferðinni en ölvaðir ökumenn. Rannsókn sem vísindamaður við háskólann í Umeå hefur gert bendir til þessa.

Vísindamaðurinn rannsakaði áhrif ýmissa þátta á vinnu og afkastagetu fólks. Hann segir við Aftonbladet í Svíþjóð að ökumenn sem aka, þjáðir af þreytu og svefnleysi séu stórháskalegir. Hann bendir á því til staðfestingar að evrópskar slysarannsóknir sýni að þreyta og svefnleysi ökumanna sé stór þáttur í fimmtu hverju umferðarslysi. Hans eigin rannsókn, sem var doktorsverkefni, sýni að þreyttir og svefnvana ökumenn getir verið háskalegri í umferðinni en ölvaðir ökumenn. Viðbrögð ökumanns sem sé illa eða ósofinn séu sambærileg viðbrögðum manns með 0,8 prómill áfengis í blóðinu.

Evrópska umferðaröryggisráðið ETS staðfestir að svefnleysi og þreyta sé veigamikill orsakaþáttur í minnst fimmta hverju umferðarslysi. Það er mun stærri þáttur í umferðarslysum en áfengis- og lyfjaneysla