Þriggja hjóla Morgan
Sportbílasmiðjan Morgan í Malvern Link í Bretlandi stendur á eldgömlum merg og hefur í raun aldrei vikið frá upphafinu. Enn byggja Morgan-menn bíla á trégrind og nú hafa þeir byrjað að byggja þriggja hjóla bíla svipaða þeim sem byggðir voru á árunum 1909 til 1953.
Gamli þriggja hjóla bíllinn var
Hægt verður að fá bílinn málaðan eins og orrustuflugvél úr síðari heimsstyrjöld. |
Tveggja sæta sportbíll á þremur hjólum. |
með V-2 mótorhjólavélum úr Matchless mótorhjólum í þá gömlu og góðu daga. Nýja gerðin, sem nú er sýnd á bílasýningunni í Genf er hins vegar með 1,8 l 100 ha. Harley-Davidson mótor. Við mótorinn er gírkassi úr Mazda MX5. Ekki verður farartækið ókeypis. Verðið við verksmiðjudyrnar verður í kring um 4,7 milljónir ísl. króna.
Þetta tveggja manna farartæki hefur vakið gríðarlega athygli og er það mest heimsótta á sýningarsvæðinu í Genf, enda mjög sérstakt og byggt svipað og flugvél. Burðarvirkið er röragrind klædd með áli. Vélin er fremst, framan við eitthvað sem líkist vatnskassahlíf. Vatnskassi er þó enginn þar sem vélin er loftkæld. Hjólin tvö að framan eru teinahjól eins og undir mótorhjólum og drifið er á afturhjólinu. Þyngd farartækisins er um 500 kíló þannig að hlutfall vélarafls og þyngdar það hagstætt að viðbragð úr kyrrstöðu í hundraðið er undir fimm sekúndum og hámarkshraðinn er 185 km á klst.