Þúsundasti rafbíllinn afhentur
Bílaumboðið BL hefur afhent eitt þúsundasta rafbílinn frá því að fyrirtækið seldi fyrsta bílinn 12. júlí árið 2013. Það var Nissan Leaf sem nú hefur verið ekið tæpa 70 þúsund kílómetra.
Það var Guðjón Haugberg Björnsson sem fékk afhenta lyklana af Leaf nr. 1.000 í sýningarsalnum við Sævarhöfða í vikunni og við þau tímamót var einnig mættur fyrsti LEAF-inn sem BL seldi sumarið 2013.
Á fyrstu tíu mánuðum ársins hefur sala hreinna rafbíla vaxið í landinu um 47,3% miðað við sama tímabil síðasta árs á meðan bílasala hefur almennt dregist um tæp 13%. Hlutdeild BL í rafbílasöluni er 68% en auk Leaf selur BL einnig rafbílana Nissan e-NV200, Renault Zoe og Kangoo, BMW i3, Hyundai Ioniq, Kona og fleiri tegundir.
Nýjasti meðlimur hreinna rafbíla hjá BL er Jaguar I-Pace sem kynntur var fyrr í þessum mánuði. Auk hreinna rafbíla selur BL tengiltvinnbíla frá nokkrum framleiðendum sem BL hefur umboð fyrir hér á landi.