Tímabundið hætt við gjaldtöku bílastæða við þrjár götur í nágrenni Háskóla Íslands
Samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur í vikunni að hætta tímabundið gjaldtöku fyrir notkun bílastæða við Aragötu, Oddagötu og Sæundargötu. Allar þessar götur eru í grennd við Háskóla Íslands. Hætt verður við gjaldtöku þar til að skólinn mun sjálfur hefja gjaldtöku á bílastæðum sínum.
Tilkynnt var í byrjun september að Háskóli Íslands hafi frestað gjaldtöku fyrir bílastæði við skólann fram yfir áramót. Var ástæðan sögð sú að vinna við innleiðinguna hefði tekið lengri tíma en ætlað var og því hafi verið tekin sú ákvörðun að fresta henni. Í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs segir að ekki sé talin þörf á gjaldskyldu á götunum þremur fyrr en þá.
Í bókum samþykktarinnar kemur fram að borgarfulltrúi Flokki fólksins fagnar þessari afturköllun og vill láta ganga lengra og afturkalla gjaldskyldu í kringum alla skóla og sjúkrastofnanir. Gengið hefur verið of langt í að seilast í vasa þeirra sem verða og vilja nota bíl ekki síst meðan ljóst þykir að almenningssamgöngur eru langt því frá að vera viðunandi.