Blæðingar í vegum í Svíþjóð
Það er ekki bara hér á landi sem tjörublæðingar eiga sér stað þessa dagana. Eins og kunnugt urðu fólks- og flutningabílar fyrir skemmdum á þjóðveginum til Akureyrar í síðustu viku en blætt hafði mikið á þessum vegakafla. Vegklæðning safnaðist saman í hjólskálum bílanna og við það brotnuðu stuðara bílanna hjá einhverjum ökumönnum. Bílstjórar hafa margir tilkynnt tjón á bílum til Vegagerðinnar. Ljóst er að um milljóna tjón er að ræða þegar allt er takið saman.
Sænskir ökumenn hafa fengið að kljást við sama vanda á þjóðvegum þar í landi að undanförnu og hefur sænska samgöngustofan ákveðið að hefja rannsókn á því hvað veldur þessu. Á vegakaflanum frá Västerås um Dalina í átt til Noregs fóru að bera á þessu fyrir tveimur árum og sama vandamál var á kaflanum frá E4 fyrir utan borgina Sunsvall.
Vegklæðning hafa þakið dekk bílanna og flughált gat orðið á vissum stöðum. Sem dæmi má nefna að í lok árs 2018 hafði sænska flutningastofnuninni borist rúmlega 150 kröfur um tjón frá ökumönnum sem urðu fyrir áhrifum vegna þessa á vegi 66 milli Ludvika og Smedjebacken. Ökumenn hafa griptið til ráðs að aka um aðra vegi vegi en þeir eru vanir að fara. Talið er að körfurnar verði ekki færri núna en fyrir tveimur árum
,,Við vitum í raun ekki af hverju þetta er að gerast. Í samvinnu við verktakann munum við kanna hvað er þarna á ferðinni. Það gæti verið loftslagi um að kenna, hitastigi og jafnvel efnisvali,“ segir í tilkynningu sænsku samgöngustofunnar.
Almennt í Svíþjóð tekur það að minnsta kosti sex mánuði fyrir sænsku flutningastofnunina að meðhöndla kröfu og taka afstöðu til bóta.
Orsakir tjörublæðinga eru m.a raktar til þegar veghiti hækkar mikið. Ástand veganna og efnanotkun í veggklæðningu hafa lengi verið í umræðunni og sætt gagnrýni hér á landi. Til að halda tjörunni nógu lengi óstorknaðri var lengst af notað white-spirit eða terpentína sem síðan gufaði upp að mestu og þá harðnaði bikið í nýju klæðningunni. Terpentínan var nú talin bæði dýr og umhverfislega óæskileg. Því var gripið til þess ráðs að nota lýsi, repjuolíu o.fl.