Tollahækkanir valda framleiðendum áhyggjum

Ljóst er að róttækar breytingar Donalds Trump á alþjóðaviðskiptum valda bílaframleiðendum miklu tjóni. Gott dæmi um það er Audi Q5 sem er mest selda ökutæki þýska framleiðandans í Bandaríkjunum.Miklar tollahækkanir forsetans gera jeppann nær óseljanlegann og það sama má reyndar segja um margar aðrar bílategundir.

Á meðan bílaframleiðendur bíða enn eftir nánari leiðbeiningum um nákvæmar refsingar sem þeir standa frammi fyrir, starfar Audi út frá þeirri forsendu að allir þessir umræddir þrír tollar eigi við um mexíkóska Q5. Það er með gjöldum sem nema að minnsta kosti 52,5%. Audi hefur framleitt meira en 1 milljón Q5 bíla í verksmiðjunni síðan framleiðsla hófst árið 2016.

Audi hefur enn um það bil tveggja mánaða birgðir

Trump frestaði flestum svokölluðum gagnkvæmum tollum í 90 daga á dögunum en hélt áfram viðskiptaaðgerðum sem beinast að bílaiðnaðinum. Audi hefur enn um það bil tveggja mánaða birgðir af tollfríum ökutækjum hjá bandarískum söluaðilum.

Q5 er ekki eina áhyggjuefni framleiðandans. Bandaríkjasala Q3, einum ódýrasta lúxusjeppa í undirflokki, jókst um 45% á síðasta ári. En módelið er framleitt í verksmiðju í Gyor, Ungverjalandi, sem þýðir að upphafsverð þess, $39.800, mun líklega einnig hækka.

Audi er aðeins eitt af tugum bílafyrirtækja sem eru að takast á við flókið spil sem Trump hefur gefið þeim. Framleiðendur flýttu sér að flytja bíla og varahluti til Bandaríkjanna áður en tollarnir tóku gildi og fresta nú sendingum til að lágmarka áföllin. Flestir hafa sett upp tollaverkefnahópa til að reikna út refsingar og finna út hvað skal gera næst.

Með Trump veistu ekki hvernig markaðurinn verður eftir þrjá til fjóra klukkutíma

,,Stjórnendur bílafyrirtækja þurfa langtímastöðugleika til að reka fyrirtæki sín," sagði Matthias Schmidt, sjálfstæður bílagreinandi í Þýskalandi. Að setja upp bílaverksmiðjur tekur þrjú til fjögur ár. Með Trump veistu ekki hvernig markaðurinn verður eftir þrjá til fjóra klukkutíma.

Vaxandi viðskiptahindranir ógna sölu og kollvarpa aðfangakeðjum sem bílaframleiðendur hafa byggt upp í áratugi. Stellantis er að stöðva tímabundið hluta framleiðslu sinnar í Kanada og Mexíkó, Ford býður sem stendur afslátt, og General Motors er að auka framleiðslu á bandarískum pallbílum til að mæta tollunum. Eigandi Audi, Volkswagen, sem tilkynnti um næstum 40% lækkun á hagnaði á fyrsta ársfjórðungi á miðvikudaginn, ætlar að bæta innflutningsgjöldum við verð ökutækja sem það sendir til Bandaríkjanna.