Töluverð aukning í bílasölu fyrstu átta mánuði ársins
Fyrstu átta mánuði ársins hefur bílasala í landinu aukist sem nemur tæpum 14%. Rúm 17 þúsund bílar voru nýskráðir á þessum tíma samanborið við rúmlega 15 þúsund nýskráningar í sömu mánuðum á síðasta ári. Þetta kemur fram í tölum frá Bílgreinasambandinu.
Þess má geta að nýskráningar í ágúst einum voru 1522 bílar á móti 1172 nýskráningum í sama mánuði í fyrra.
Töluverð aukning er ennfremur í sölu á rafmagns- og tvinnbílum fyrstu átta mánuði ársins. Alls er búið að nýskrá 1052 rafmagnsbíla og 710 tvinnbíla og er Ísland í öðru sæti á eftir Noregi varðandi hlutfall rafmagnsbíla af heildarskráningu í Evrópulöndum.