Toyota dregur enn á Ford í USA
Bílasala Ford í nýliðnum ágústmánuði í Bandaríkjunum reyndist 12% minni en í ágúst í fyrra. Á hinn bóginn hélt Toyota í Bandaríkjunum áfram að draga á Ford sem enn er næststærsti bílaframleiðandi í Bandaríkjunum. Toyota seldi nefnilega 17% fleiri bíla í ágúst sl, en í ágúst í fyrra.
Í sl. mánuði seldust 255.112 Ford-bílar í Bandaríkjunum og 240.178 Toyota-bílar
Samdráttur í sölu hjá DaimlerChrysler reyndist 4,3% í ágústmánuði og 2,7% samdráttur varð hjá Nissan.