Toyota IQ - bíll ársins í Japan

http://www.fib.is/myndir/Toyota-iq1.jpg
Toyota IQ.

Litli örbíllinn frá Toyota, hinn nýi Toyota IQ hefur verið kjörinn bíll ársins í Japan. Toyota IQ (greindarvísitala) er litið eitt stærri en hinn tveggja manna Smart Fortwo. En fyrir sakir hugvitssamlegrar hönnunar er IQ eiginlega fjögurra manna. Fjórða sætið er þó hugsað sem barnasæti.

Toyota IQ er einungis 2,99 metrar að lengd. Hönnun hans er þrauthugsuð í smáatriðum út frá sem allra bestri nýtingu á plássi. Þannig er vél og gírkassi hannað í hann sérstaklega og meira að segja miðstöðin/loftkælingin líka. Loks er eldsneytisgeymirinn eiginlega lokuð panna, 12 sentimetra þykk, undir gólfi bílsins.

Toyota IQ er væntanlegur eftir áramótin á markað í Evrópu. Greinilegt er að Toyota veðjar á góða niðurstöðu úr áreksturs- og styrkleikaprófi EuroNCAP því að aldrei áður hafa jafn margir loftpúðar verið settir í einn bíl – samtals níu talsins og eru þeir staðalbúnaður allir með tölu.
Tveir þessara púða eru nýjung. Annar þeirra er afturrúðupúðinn. Atursætisfarþegarnir sitja mjög nærri afturrúðunni og því er nauðsynlegt að verja þá gagnvart aftanákeyrslu. Hinn er loftpúði fyrir fullorðna aftursætisfarþegann. Sá púði er í framsætisbakinu.
http://www.fib.is/myndir/Toyota_iq_2.jpg
Hinir loftpúðarnir í IQ eru hefðbundnari en þeir eru tveir hliðarpúðar, tveir „gardínupúðar,“ einn til varnar hnjám ökumanns. Síðan eru hefðbundnir loftpúðar fyrir framan ökumann og framsætisfarþega.

http://www.fib.is/myndir/Toyota-iq-3.jpg http://www.fib.is/myndir/Toyota-iq4.jpg