Toyota – konungur bílamerkjanna
Verðmætasta bílamerkið árið 2006 er Toyota. Markaðsvirði vörumerkis hins risavaxna japanska bílafyrirtækis er talið hafa á síðasta ári numið 30,2 milljörðum Bandaríkjadollara. BMW var í öðru sæti og er verðmæti þess merkis 23,8 milljarðar dollara og Mercedes Benz í því þriðja. Verðmæti þess er 17,8 milljarðar dollara. Það var markaðsrannsóknafyrirtæki að nafni Millward Brown sem gerði þetta mat og þýska tímaritið AutoBild greinir frá.
Á þessum lista eru þýsk bílamerki talsvert fyrirferðarmikil og meðal 20 efstu eru átta þýsk og er samanlagt verðmæti þeirra 72,9 milljarðar dollara. Þau eru auk Mercedes m.a. Porsche sem leggur sig á 12 milljarða, Volkswagen á 6,8 milljarða og Audi á 3,2 og Mini, sem er dótturmerki BMW. Listinn yfir 10 efstu er annars svona:
Merki Eigandi Verðmæti (í milljörðum USD)
1 Toyota Toyota Motor Corp 30.201
2 BMW BMW AG 23.820
3 Mercedes DaimlerChrysler AG 17.801
4 Honda Honda Motor Co Ltd 14.394
5 Ford Ford Motor Co 13.844
6 Chevrolet General Motors Corp 12.458
7 Porsche Dr. Ing. h.c.F. Porsche AG 12.025
8 Nissan Nissan Motor Co Ltd 10.915
9 VW Volkswagen AG 6.793
10 Renault Renault S.A. 5.173