Toyota söluhæsta bílategundin
Nú liggja fyrir sölutölur á nýskráðum fólksbílum á fyrstu sjö mánuðum þessa árs. Þar kemur í ljós að Toyota sker sig nokkuð úr í sölunni en það sem af er árinu hafa 2.193 Toyota bílar verið nýskráðir. Tesla er í öðru sæti með 1.584 bíla og Kia kemur í þriðja sætinu með 1.511 bíla. Dacia er í fjóðra sætinu með 1.005 seldar bifreiðar.
Nýskráningar alls fyrstu sjö mánuðina eru 11.536 en voru á sama tíma í fyrra 10.952. Söluaukningin nemur alls 5,3%. Maí mánuður hefur til þessa verið söluhæsti mánuðurinn en þá voru nýskráðar 2.576 bifreiðar og júní kemur þar á eftir með 2.569. Nýskráningar í júlí námu alls 1.267 bifreiðum.
Það sem af er árinu hafa 4.362 hreinir rafbílar verið nýskráðir sem gerir um 37,8% hlutdeild á markaðnum. Hybrid bílar koma í öðru sæti með 2.452 bifreiðar sem er um 21.3% hlutdeild. Dísil bílar eru í þriðja sætinu með alls 1.922 bíla sem er um 16,7% hlutdeild. Fyrstu sjö mánuðina seldust 1.577 bensín bílar og 1.221 tengiltvinnbílar.
Þegar fyrstu sjö mánuðurnir eru skoðaðir hefur sala á hreinum rafbílum aukist um rúm 13%. Dregið hefur hins vegar úr sölunni á tengiltvinnbílum um 15%. Nýskráningar í tengiltvinnbílum voru alls 1.221 fyrstu sjö mánuðina en á sama tíma í fyrra voru þær 2.807. Þess má geta að nýskráningar fyrstu vikuna í ágúst voru alls 173 á móti 175 í fyrra.
Það sem af er árinu nema nýskráningar alls til bílaleiga 52,3% og 46,9% til almennra notkunar.