Toyota Urban Cruiser

http://www.fib.is/myndir/Toyota-ist.jpg
Toyota Urban Cruiser eða ist, eins og hann heitir í Japan.

Toyota mun frumsýna nýjan smájeppa í Genf eftir rúma viku. Bíllinn nefnist Toyota Urban Cruiser svona til að undirstrika tengslin við Land Cruiser líklega. Þó er þetta miklu minni bíll og minni meira að segja en Toyota RAV 4 jepplingurinn góðkunni.

Í sjálfu sér er ekki um neina heimsfrumsýningu að ræða að þessu sinni því að bíllinn er þegar til í Japan þar sem hann heitir Toyota ist. Í Bandaríkjunum er önnur útgáfa bílsins á markaði undir tegundarheitinu Scion. Urban Cruiser er byggður á sama grunni og Toyota Yaris en er 418 sm langur, 43 sm lengri en Yaris.

Ekki eru margir jepplingar eða frjórhjóladrifnir bílar í B-stærðarflokki bíla – Yaris/Polo/Fiesta/Corsa flokknum þannig að búast má við að mörgum þyki þessi bíll verða góð viðbót við þá sem þar eru fyrir, sem hingað til hafa varla verið aðrir en Fiat Panda, Suzuki SX4 og Fiat Sedici. Í frétt frá Toyota segir að Urban Cruiser höfði til þéttbýlisbúa sem þurfa farartæki til að komast leiðar sinnar hvernig sem færðin er, - farartæki sem jafnframt eyðir litlu og mengar lítið.