Toyota vinsælust í Noregi

http://www.fib.is/myndir/Norskif%E1ni.jpg

Toyota er vinsælasta bílategundin meðal Norðmanna í sjötta sinn á sl. 10 árum samkvæmt könnun fyrirbæris í markaðsrannsóknum sem nefnist Norsk Kundebarometer. Norsk Kundebarometer eða Norska ánægjuvogin er rannsóknaverkefni sem árlega er unnið á vegum norsks viðskiptaháskóla sem heitir Handelshøyskolen BI.

Í fyrri könnunum hefur Volkswagen, sem er algengasta bifreiðategundin í Noregi lent fremur neðarlega á þessum lista. Svo er einnig í ár, en VW, sem er í 9. sæti, hefur engu að síður sótt í sig veðrið og fær nú 75,9 ánægjustig eða 6,8 fleiri en í fyrra. Það þýðir að fleiri VW eigendur eru ánægðir með bíla sína og sölu- og þjónustuumboð en áður. Toyota fær 82,6 ánægjustig af 100 mögulegum.
http://www.fib.is/myndir/An%E6g%F0irNor%F0menn.jpg
Alls svöruðu könnuninni samtals 18.015 neytendur á 8540 heimilum. Spurt var um samtals 177 atriði. Þau tengjast m.a. bílnum sjálfum, aksturseiginleikum hans, notagildi og rekstraröryggi. Þá er spurt um viðmót sölu- og þjónustuaðila og þá ímynd sem notendurnir telja að bíllinn hafi í eigin augum og augum umheimsins. Taflan hér að ofan sýnir í hvaða röð 11 efstu bílategundirnar lentu. Dálkurinn lengst til hægri sýnir breytinguna sem orðið hefur frá því síðasta könnun var gerð fyrir ári.