Tveir kínverskir árekstrarprófaðir
Nú er síðasta árekstursprófunarlota ársins hjá EuroNCAP á lokastigi. Niðurstöður verða birtar m.a. hér á vef FÍB þann 23. nóvember. Vafalítið munu niðurswtöðurnar vekja nokkra athygli ekki síst fyirr það að tveir kínverskir bílar eru meðal þeirra sem prófaðir eru að þessu sinni Kínabílarnir eru Geely Emgrand C7 (sem myndin er af) og MG 6. Hingað til hafa kínverskir bílar komið mjög illa út úr evrópskum árekstursprófunumð og er því forvitnilegt að vita hvernig þessir tveir hafa staðið sig nú.
Geely bíllinn er al-kínverskur ef svo má segja. Hann er alfarið hannaður og byggður í Kína og ástæðan fyrir því að hann er árekstursprófaður nú er augljóslega sú að til stendur að hefja sölu á honum í Evrópu. Sölukerfið er meira að segja tilbúið en það er sölukerfi Volvo, þar sem Geely í Kína er að fullu eigandi Volvo. MG bíllinn hinsvegar er að stofni til breskur, en á sínum tíma keypti kínverskt ríkisfyrirtæki þrotabú MG og MG 6 er „endurunninn“ bíll sem fylgdi með í þeim kaupum.
Af öðrum bíluum í prófunarlotunni má nefna nýja smábílinn Volkswagen Up/Skoda Citigo/Seat Mii, sem allir þrír eru einn og sami bíllinn að smávægilegum útlitsfrágangi frátöldum. Hið sama er að segja um rafbílinn Chevrolet Volt/Opel Ampera. Þá er ný kynslóð eins vinsælasta smábíls í Evrópu síðustu 20 árin; Fiat Panda árekstursprófuð. Margir munu bíða með nokkrum spenningi eftir gengi þessara vagna allra. En allt um málið mun verða hægt að lesa hér á vef FÍB næstkomandi miðvikudag.