Tveir kostir og hvorugur góður
Í FÍB blaðinu sem nú er að koma út er viðtal við Ögmund Jónasson samgönguráðherra um bíla- og umferðarskatta, vegaframkvæmdir og innheimtu sérstakra veggjalda í ofanálag við aðra skatta.
Er ætlunin að selja þjóðvegina úr eigu þjóðarinnar í hendur eignarhaldsfélaga sem innheimta munu veggjöld af umferð um þá? Eru 2+2 vegir okkar leið í átt til öruggari vega eða duga 1+2 vegir til að ná fram öryggismarkmiðum?
Dreifing á FÍB blaðinu til félagsmanna er að hefjast. Í blaðinu má lesa svör samgönguráðherra við þessum og fleiri spurningum.