Tyrkland bannar gamla bíla
12.07.2005
Bannaður í Tyrklandi....
Tyrknesk stjórnvöld hafa bannað ferðamönnum sem aka á fólksbílum sem orðnir eru 20 ára eða meir að koma til landsins og aka um vegi landsins. Hin opinbera skýring á þessu banni er sú að gömlu bílarnir séu óöruggir. Bannið gildir frá 1. júní sl. samkvæmt tilkynningu sem danska samgönguráðuneytinu barst nýlega frá tyrkneska sendiráðinu í Kaupmannahöfn.
Í Danmörku fyrirfinnast margir gamlir Mercedes Benz og Land Rover bílar og eigendur þeirra hafa verið tíðir gestir í Tyrklandi yfir sumarleyfistímabilið og eru þeir lítt kátir yfir þessu banni Trykjanna. Þetta kemur fram á fréttavef FDM, systurfélags FÍB í Danmörku.