Um 16.000 sænskir ökumenn sektaðir fyrir notkun á farsíma
Á síðasta ári voru um 16.000 sænskir ökumenn sektaðir fyrir notkun á farsíma undir stýri. Sænska lögreglan telur að það sé líklega aðeins brot af öllum sem notar farsíma undir stýri.
Akstur vegna farsímanotkunar er talinn einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa. Allt bendir til þess að fólk sem notar síma við akstur sé fjórum sinnum líklegra til að lenda í slysi. Þá er mun líklegra að fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri stendur lendi í slysi.
Þótt það hafi færst í vöxt að fólk noti handfrjálsan búnað þegar það talar í símann undir stýri þá hefur farsímanotkun án slíks búnaðar einnig aukist samkvæmt alþjóðlegum rannsóknum.
Í könnun sem gerð var hér á landi fyrir nokkrum árum kom fram ólögleg notkun á farsímum undir stýri hafði minnkað en notkun á handfrjálsum búnaði aukist. Engu að síður kom fram að 46% aðspurðra tala einhvern tímann í farsímann, án handfrjáls búnaðar, á meðan akstur stendur yfir.
Athygli vekur að 56% aðspurðra á aldrinum 18-44 ára sögðust gera það sjaldan, stundum, oft eða alltaf. Ökumenn sem gripnir eru við að nota símann þegar þeir keyra þurfa að greiða 40.000 krónur í sekt.