Um 20 þúsund á bíla- og farartækjasýningu
Bíla- og farartækjasýningin Allt á hjólum var haldin í íþróttahúsinu Fífunni Kópavogi um sl. helgi. Það var Bílgreinasambandið sem stóð fyrir sýningunni og þátttakendur voru flest bifreiðaumboð landsins, vara- og íhlutaverslanir og fjöldi annarra aðila sem tengjast farartækjum og viðskiptum með farartæki.
Brandur árekstrarbrúða vakti verðskuldaðaathygli á sýningunni. |
FÍB tók þátt í sýningunni sem fulltrúi neytenda og lagði sérstaka áherslu á umferðaröryggi. Bifreið félagsins sem notuð er við öryggisskoðun íslenskavegakerfisins undir merkjum Euro RAP var sýnd ásamt þeim tækjabúnaði sem notaður er við athuganirnar. Með FÍB var á sýningunni árekstrarprófanabrúðan Brandur sem vakti mikla athygli sýningargesta. Mjög góð aðsókn var í sýningarbás FÍB af fólki sem vildi kynna sér starfsemi FÍB og fjöldi fólks gekk í félagið.
Sýningin Allt á hjólum var í heild var mjög glæsileg og auk nýjustu bíla gaf þar að líta hjólhúyi, tjaldvagna, mótorhjól og ýmsan varning tengdan bílum og ferðamennsku. Um 20 þúsund manns komu á sýninguna þá tvo daga sem hún stóð og var stöðug straumur fólks að og frá sýningarhöllinni allan sýningartímann.