Um 75% vilja samnýta einkabíla
Á sjöunda hundrað manns svöruðu spurningu okkar hér á síðunni um samnýtingu farþegasæta í einkabílum. Spurningin var þessi: -Er rétt að heimila að sett verði upp skilti á þéttbýlis- og ferðamannastöðum fyrir einstaklinga (18 ára og eldri) sem óska bílfars með öðrum.
Gefnir voru fimm svarmöguleikar; tveir jákvæðir, tveir neikvæðir og einn hlutlaus. Já endilega sögðu 379 eða 60,4 prósent, Já kannski sögðu 89 eða 14,2 prósent. Helst ekki sögðu 26 eða 4,1 prósent og Alls ekki svöruðu 90 eða 14,3 prósent. 44 eða 7 prósent höfðu ekki skoðun á málinu.