Umferð á þjóðvegum landsins hefur aukist um 40% á síðustu fimm árum

Umferðin á þjóðvegum landsins hefur aukist um tæplega 40% á síðustu fimm árum. Á milli 30-40 þúsund ferðamenn fara um vegakerfið á hverjum degi og því fylgja miklar áskoranir. Þetta var sem kom m.a. fram í máli Sigurður Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, á Umferðarþingi sem hófst á Grand Hóteli í Reykjavík í morgun.

Þá kom fram að umferðarslys og óhöpp kosta um 50 milljarða á ári og markmiðið sé að draga úr slysum með öllum tiltækum ráðum. Á Umferðarþinginu var lögð á umferðaröryggi á Íslandi, sérstaklega með tilliti til vaxandi fjölda erlendra ferðamanna.

Umferðarslysaskráning Samgöngustofu byggist á skýrslum úr gagnagrunni ríkislögreglustjóra. Þar má finna ítarlegar upplýsingar sem notaðar eru til greiningar á umferðaröryggismálum á Íslandi. Í fyrra jókst umferð um landið talsvert sem hefur leitt til aukins álags og verkefna hjá lögreglunni um land allt. Samhliða hefur fjöldi bílaleigubíla aukist og rútuferðum fjölgað.

Á þinginu var ennfremur rætt hvernig hægt sé að nota nýjustu tækni og stafrænar lausnir til þess að leiða ökumenn á öruggan hátt um landið okkar. Hvernig hægt sé að koma upplýsingum um vegakerfið, færð og veður til ökumanna á árangursríkan hátt.