Umferðarkönnun í nágrenni Borgarness
Vegagerðin stendur fyrir umferðarkönnun á Hringvegi, sunnan og norðan við Borgarnes og á Snæfellsvegi vestan við húsnæði Loftorku, frá 4. júlí til ágúst loka.
Könnunin er gerð með rafrænu myndavélaeftirliti þar sem tryggt er að öll gögn sem unnið er með séu ópersónugreinanleg.
Könnunin stendur yfir alla daga allan sólarhringinn.
Úr könnuninni fást upplýsingar um leiðaval ökumanna, í kringum Borgarnes, og samsetningu umferðar í létt og þung ökutæki. Þessar upplýsingar munu nýtast við áætlanagerð fyrir hjáleið á Hringvegi við Borgarnes.
Engin töf eða truflun verður á umferð af þessum sökum og mun ökumönnum gert aðvart, með skiltum áður en þeir aka inn í það svæði, sem verður vaktað.