Umferðarslysum fækkar en iðgjöld bílatrygginga hækka
Árið 2019 og það sem af er árinu 2020 hefur slösuðum í umferðinni fækkað verulega frá fyrri árum. Bílum í umferð hefur einnig fækkað og umferð almennt. Taflan sýnir fjölda látinna og slasaðra fyrstu 8 mánuði hvers árs samkvæmt skráningum Samgöngustofu.
Sjá má að slösuðum hefur fækkað um 24% frá 2016. Á sama tíma hefur vísitala ábyrgðartrygginga ökutækja hækkað um 20% en neysluverðsvísitala aðeins um 11%. Ökutækjatryggingar hafa því hækkað um 9% að raungildi frá 2016 til 2020 á meðan slysum hefur fækkað um áðurnefnd 24%.
Fyrstu 8 mánuði ársins |
Látnir |
Alvarlega slasaðir |
Lítið slasaðir |
Samtals |
2020 |
7 |
100 |
596 |
703 |
2019 |
3 |
128 |
593 |
724 |
2018 |
12 |
127 |
713 |
852 |
2017 |
9 |
124 |
794 |
927 |
2016 |
9 |
136 |
778 |
923 |
Í þessu samhengi er ágætt að rifja upp umfjöllun FÍB blaðsins frá því fyrr á árinu. Þar var rakin hlutfallsleg hækkun ábyrgðartrygginga ökutækja miðað við hækkun neysluverðsvísitölu. Athugun FÍB sýndi að frá 2008 til ársloka 2019 höfðu bílatryggingar hækkað tvöfalt meira en vísitala neysluverðs. Iðgjöldin sigu lítillega framúr til 2014, en tóku þá myndarlegt stökk og jókst bilið bara meira og meira fram á síðasta ár – og svo auðvitað allt þetta ár.