Umferðaþing Samgöngustofu
Skráning á umferðarþing Samgöngustofu er nú í fullum gangi. Þingið verður haldið föstudaginn 20. september kl. 9:00-15:30 í Gamla Bíói, Ingólfsstræti 2a í Reykjavík.
Þemað í ár er samspil ólíkra vegfarendahópa. Munu fulltrúar vegfarendahópa greina frá sínum fararmáta, hvað er gott við hann og hvaða áskorunum þau mæta.
Ríkissáttasemjari mun taka þátt í deginum og leggja línurnar fyrir daginn. Ætlunin að nýta hans aðferðarfræði við að ná árangri. Einnig mun hann stýra pallborði í lok þingsins.
Hér er hlekkurinn á skráningarsíðuna og þar má einnig nálgast dagskrá dagsins og frekari upplýsingar um þingið: https://forms.gle/yUJxatVqKbr6QqAb8