Umferðin á langmest á föstudögum á höfuðborgarsvæðinu
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í mars sl. jókst um heil 14,6 prósent frá sama mánuði á síðasta ári og hefur umferðin ekki áður verið meiri í mars og heldur ekki í neinum öðrum mánuði. Þetta er því metmánuður á fleiri veg en einn. Frá áramótum hefur umferðin á svæðinu aukist um tæp 10 prósent. Reikna má með að umferðin muni aukast um sex prósent í ár. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Vegagerðinni.
Milli mánaða 2016 og 2017
Umferðin um þrjú lykilmælisnið á höfuðborgarsvæðinu jókst fádæma mikið milli mars mánaða 2016 og 2017. Umferðin hefur aldrei verið meiri í marsmánuði né nokkrum öðrum mánuði, frá upphafi mælinga. Ein skýring á þessari miklu aukningu nú kann að vera sú að, öfugt við Hringveginn, er tilhneiging til þess að ökumönnum þ.a.l. ökuferðum fækki innan höfuðborgarsvæðisins yfir páskahátíðir.
Páskar voru í mars í fyrra en verða í apríl nú. Vegagerðin spáir því lítilli aukningu milli aprílmánaða milli áranna 2016 og 2017, sjá talnaefni. Vegagerðin spáði aukningu en bara ekki svona mikilli.
Það sem af er ári hefur umferðin um lykilsniðin þrjú aukist um tæp 10%, sem er metaukning miðað við árstíma.
Umferð eftir vikudögugum
Umferðin jókst alla vikudaga, milli marsmánuða 2016 og 2017, en lang mest á föstudögum eða um tæplega 24%, en minnst jókst umferðin á miðvikudögum eða um tæp 7%. Mest var ekið á föstudögum og minnst á sunnudögum.
Vegna þessarar miklu aukningar nú í mars er búist við því að umferðin geti aukist um 6% á þessu ári miðað við síðasta ár, á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins.