Umferðin eykst – samt 11% minni en í sömu viku í fyrra
Umferðin í liðinni viku á höfuðborgarsvæðinu jókst nokkuð frá vikunni áður eða um átta prósent en var eigi að síður meira en 11 prósentum minni en í sömu viku í fyrra. Ljóst er að umferð er heldur að aukast en reyndar jókst umferðin í þessari viku fyrir jól mikið í fyrra. Hún jókst minna í ár en þá. Veðurfar hefur alla jafna nokkur áhrif á þessum árstíma sem gerir samanburð erfiðan. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.
Umferðin í nýliðinni viku, eða viku 51, yfir þrjú lykilmælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu reyndist rúmlega 8% meiri en í vikunni þar á undan eða viku 50. Sé umferðin hins vegar borin saman við sömu viku á síðasta ári reyndist umferðin 11,5% minni.
Þegar aftur er horft til síðasta árs er þetta er heldur meiri samdráttur en varð í síðustu viku en þegar horft er til umferðarinnar innan ársins er tilhneigingin klárlega sú að umferð er að aukast jafnt og þétt og er þetta sjötta vikan í röð þar sem umferð eykst á milli vikna, eins og sjá má á línuriti B.
Sama línurit sýnir einnig að umferðin á síðasta ári og þar á undan jókst hins vegar meira, en nú í ár, því reyndist samanburður við síðasta ár óhagstæðari en í síðustu viku.
Mismunur milli ára í viku 51 eftir mælisniðum:
Hafnarfjarðarvegur við Kópavogslæk -15,2%
Reykjanesbraut við Dalveg -7,3%
Vesturlandsvegur ofan Ártúnsbrekku -10,2%