Umferðin smám saman að færast í fyrra horf

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku, viku 20, er farin að nálgast mjög þá umferð sem var í sömu viku fyrir ári síðan og virðist því sem rýmkun á samkomubanni vegna Covid-19 leiði hratt til aukningar á umferðinni frá því hún varð minnst. 

Enn eykst umferðin á höfuðborgarsvæðinu, í þremur lykilmælisniðum Vegagerðarinnar,  því nú mældist samdráttur í umferðinni á milli viku 20 árið 2019 og 2020 einungis rétt rúmlega 4 prósent. 

Eins og áður er samdrátturinn mestur á Hafnarfjarðarvegi við Kópavogslæk eða rúmlega 14 prósent en minnstur á Reykjanesbraut, við Dalveg í Kópavogi, eða 0,3%.  Þannig segja má að umferðin á Reykjnesbrautinni sé að verða sú sama og hún var fyrir kórónufaraldurinn.

 

Mismunur í viku 20 eftir mælisniðum:
Hafnarfjaðarvegur við Kópavogslæk                       -14,3%
Reykjanesbraut við Dalveg                                         -0,3%
Vesturlandsvegur ofan Ártúnsbrekku                          -1,4%