Upphitun fyrir heimsmeistarakeppni rafbíla í nákvæmnisakstri.
Næst komandi fimmtudag 22. ágúst mun Aksturstursíþróttasamband Íslands og Kvartmíluklúbburinn í samstarfi við Orku náttúrunnar hita upp fyrir áttundu umferð af þrettán í alþjóðlegu meistarakeppni FIA 2019 í nákvæmnisakstri rafbíla.
Fundurinn hefst klukkan 9 í húskynnum ON að Bæjarhálsi 1 en húsið opnar 8:30. Ýmis erindi eru á dagskrá og eiga þau öll það sameiginlegt að snúa að rafvæðingu í samgöngum. Fróðlegur fundur sem áhugafólk um umhverfisvænni samgöngur ætti ekki að láta fram hjá sér fara.
Nánari upplýsingar og skráningu má finna hér
Myndir frá eRally 2018