Upplýsingar úr ökutækjaskrá hjá einkaaðilum frá deginum í dag

http://www.fib.is/myndir/Lanstraust-litil.jpg

Í dag, 15. febrúar hættir Umferðarstofa að veita aðgang í áskrift að ökutækjaskrá. Umferðarstofa hefur selt takmarkaðan aðgang að ökutækjaskrá til þeirra sem þurfa á honum að halda, t.d. bifreiðasölum, bifreiðaverkstæðum, lánastofnunum o.fl. Aðgangurinn felst í því að hægt er að kalla fram upplýsingar um bifreiðar eftir skráningarnúmerum þeirra, upplýsingar um hverjir eiga bíla, skráningar-, skoðunar- og nú síðast tjónaferil þeirra.  Umferðarstofa er ríkisstofnun og er það vegna sjónarmiða um frjálsa samkeppni á markaði sem þessi starfsemi á vegum stofnunarinnar er lögð niður og falin samkeppnisaðilum.

Fyrirtækið Lánstraust er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur tekið að sér að miðla þeim upplýsingum úr ökutækjaskrá sem Umferðarstofa hefur sjálf gert fram að þessu. Hægt er að kaupa áskrift að upplýsingunum hjá Lánstrausti á svipaðan hátt og áður var hjá Umferðarstofu sjálfri.
Undanfarin 5 ár hefur Lánstraust verið vinnsluaðili upplýsinga úr ökutækjaskrá en með nýjum samningi við Umferðarstofu getur fyrirtækið nú boðið upp á fleiri uppflettimöguleika úr Ökutækjaskrá. Nýir leitarmöguleikar verða leit í Sysaskrá og leit eftir kennitölu eiganda en aðgangur að hinu síðarnefnda er háður ströngum skilyrðum og einskorðaður við lögmenn að næstum öllu leyti. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Lánstrausts á http://www.lt.is
 http://www.fib.is/myndir/Lanstraust-stor.jpg