Uppsagnir blasa við hjá Renault
Mikill rekstrarvandi blasir við franska bílaframleiðandanum Renault eins og komið hefur fram í fréttum. Ekki verður komist hjá því að segja upp starfsfólki á næstunni. Nú þegar hefur verið tilkynnt að segja þurfi upp hátt í 15 þúsund starfsmönnum.
Fram að kórónaveirunni gekk reksturinn þokkalega en nýjustu tölur gefa til kynna rekstrartap og ætla forsvarsmenn fyrirtækisins að grípa strax í taumana. Fyrirtækið stendur andspænis taprekstri sem ekki hefur sést þar á bæ í 10 ár. Um 180 þúsund manns vinna hjá Renault um allan heim og í komandi uppsögnunum eru 4.600 sem missa störfin sín í Frakklandi.
Renault er að gera sér vonir um að fá fimm milljarða evra ríkisábyrgðarlán til að takast á við áfallið sem kórónuverufaraldurinn hefur valdið fyrirtækinu. Renault óskaði eftir hjálp eða stuðningi fyrir nokkrum vikum síðan enda staða fyrirtækisins graf alvarleg.
Fleiri bílaframleiðendur í Evrópu hafa óskað eftir ríkisaðstoð í sínum löndum til að mæta rekstrarvanda sínum.