Úrslit í sparaksturskeppninni
Mynd: Fréttablaðið.
Endanleg úrslit í sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu sem fram fór sl. laugardag liggja nú fyrir og má lesa niðurstöður keppninnar úr PDF- töflunni sem hér gefur að líta. Langflestir þátttakenda óku keppnisleiðina innan tímamarka en örfáir voru lengur en en 2 klst og 15 mínútur, sem voru tímamörkin. Hver mínúta framyfir tímamörk þýddi tveggja prósenta viðbót við rauneyðsluna á keppnishringnum. Eyðslutölurnar sem fram koma í töflunni tákna eyðslu bílsins á keppnishringnum miðað við 100 kílómetra að viðbættum refsilítrum þar sem það á við.
Sá bíll sem minnstu eldsneyti eyddi í keppninni í lítrum talið reyndist vera Mercedes Benz B 180 CDI. Ökumaður Benzans var Kristbjörn Hauksson og náði hann þeim ótrúlega árangri að láta bílinn eyða sem svarar 3,03 lítrum af dísilolíu á hverja hundrað km. Bíllinn var í flokki dísilbíla með vélarstærð frá 1601 til 2000 rúmsentimetra og því sýnir árangur Kristbjörns hversu langt er hægt að ná þegar góðir ökumenn aka bílum með nýjustu og tæknilega bestu bílvélunum.
Auk sigurvegara í heildarkeppninni þá voru veitt verðlaun til allra sem stóðu sig best, hver í sínum flokki. Sigurvegarar í flokkum voru eftirtaldir:
Bensínbílar vélarstærð frá 100-1000 rúmsm:
KIA Picanto, Magnús Halldórsson, 4,15 l/100km.
Bensínbílar 1001-1600 rúmsm:
Skoda Fabia, Sigurlaug Knudsen, 4,61 l/100km.
Dísilbílar 1001-1601 rúmsm:
Suzuki Swift, Agla Björk Róbertsdóttir, 3,77 l/100km.
Bensínbílar 1601-2000 rúmsm:
Toyota Avensis, Þorgeir A Jónsson, 4,17 l/100km.
Dísilbílar 1601-2000:
Mercedes Benz B 180 CDI, Kristbjörn Hauksson, 3,03 l/100km.
Bensínbílar 2001-2500:
Saab 9-5, Ægir Ólafsson, 7,82 l/100 km.
Dísilbílar 2001-2500:
Volvo XC70 Crosscountry, Þröstur Benjamín Sigurðsson, 5,98 l/100km.
Dísilbílar 2501-4000:
Toyota LC 120, Sigurður Gísli Karlsson, 7,07 l/100km.
Bensínbílar 4001 og stærri:
Porche Cayenne Turbo, Gísli Sverrisson, 7,28 l/100km.
Tvennubílar (Hybrid):
Toyota Prius, Stefán Árni Stefánsson, 4,42 l/100km.
Vörubíll:
Man, Halldór Sigurðsson, 35,4 l/100km.
Vélhjól:
Yamaha FAZ 1000, Smári Kristjánsson, 4,05 l/100km.