Útsöluverð á bensínlítranum hér á landi gætið farið yfir 300 krónur
Í kjölfar hækkandi heimsmarkaðsverðs á olíu er ekki talið ólíklegt að útsöluverð á bensíni fari yfir 300 krónur hér á landi. Þetta kemur fram í viðtali við Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, í Morgunblaðinu í dag.
Heimsmarkaðsverðið er núna í kringum 288 krónur og er allt eins líklegt að það verði hærra en það var á núvirði 2012 og 2013. Þá gerðist það að bensínlítrinn fór yfir 300 krónur hér á landi. Þetta ástand sem nú ríkir á olíumörkuðum má að mestu leyti rekja til innrásar Rússa í Úkraínu.
Verðið á Brent – Norðursjávarolíu hefur rokið upp eftir innrás Rússa inn í Úkraínu. Í byrjun desember sl. kostaði fatið 70 dali en í byrjun þessara viku var komið í 100 dali og heldur áfram að hækka. Á móti komi einnig hækkandi álögur á eldsneyti á Íslandi, þar með talið kolefnisgjöld, en vegna fastrar krónutölu séu þau áhrif ekki í beinu hlutfalli við heimsmarkaðsverð á olíu.
Í viðtalinu við Runólf bendir hann á að OPEC-ríkin muni bregðast við skertu framboði á olíu frá Rússlandi með því að auka framleiðslu til að halda olíuverðinu lágu. Ekki sé útilokað að dýrari leiðir til olíuvinnslu kunni að borga sig á ný. Olíuframleiðendur séu hins vegar meðvitaðir um þolmörk markaðarins og hátt verð kunni að hraða orkiskiptum.
Sérfræðingar á olíumarkaði sögðu frá því í vikunni að hráolíuverð gæti farið upp farið í 150 dali.