Veðurspáin mjög slæm

Vega­gerðin hvet­ur öku­menn til að fara ekki af stað í ferðalög á milli lands­hluta fyrr en á milli klukk­an 10 og 12. Spáð er mjög slæmu veðri í dag á land­inu, sér­stak­lega vest­an­lands. Bú­ast má við því að það taki tíma að opna vegi núna í morg­uns­árið, að sögn Vega­gerðar­inn­ar.

Öku­menn eru einnig hvatt­ir til að skoða um­fer­d­in.is áður en þeir leggja af stað og á meðan á ferðalagi stend­ur. Óvissu­ástand er á mörg­um fjall­veg­um í dag, þar á meðal á Öxna­dals­heiði, og geta þeir lokast án fyr­ir­vara.

Búið er að opna veg­inn um Hell­is­heiði en þar er krapi og eru veg­far­end­ur beðnir um að taka með gát og taka til­lit til mokst­urs­tækja.

Slag­veður gekk yfir sunn­an- og vest­an­vert landið í nótt og eldsnemma í morg­un með roki, slyddu og rign­ingu en veðrið hef­ur að mestu gengið niður þegar liðið hef­ur á morg­un­inn.

Veðrið verður skárra á suður­helm­ingi lands­ins í dag en það hvessi fyr­ir norðan seinni part­inn og þar verður víða mjög hvasst í kvöld. Útlit er fyr­ir að veðri versni á vest­an­verðu land­inu um það leyti sem jól­in ganga í garð.

Yfir hátíðarnar verður vetrarþjónusta á vegum landsins samkvæmt helgarþjónustu. Þjónustusíminn 1777 verður með hefðbundinn opnunartíma nema á jóladag og nýársdag þegar opið verður frá 7:30 til 22:00. Nánari upplýsingar má finna á https://www.vegagerdin.is