Veðurspáin mjög slæm
Vegagerðin hvetur ökumenn til að fara ekki af stað í ferðalög á milli landshluta fyrr en á milli klukkan 10 og 12. Spáð er mjög slæmu veðri í dag á landinu, sérstaklega vestanlands. Búast má við því að það taki tíma að opna vegi núna í morgunsárið, að sögn Vegagerðarinnar.
Ökumenn eru einnig hvattir til að skoða umferdin.is áður en þeir leggja af stað og á meðan á ferðalagi stendur. Óvissuástand er á mörgum fjallvegum í dag, þar á meðal á Öxnadalsheiði, og geta þeir lokast án fyrirvara.
Búið er að opna veginn um Hellisheiði en þar er krapi og eru vegfarendur beðnir um að taka með gát og taka tillit til moksturstækja.
Slagveður gekk yfir sunnan- og vestanvert landið í nótt og eldsnemma í morgun með roki, slyddu og rigningu en veðrið hefur að mestu gengið niður þegar liðið hefur á morguninn.
Veðrið verður skárra á suðurhelmingi landsins í dag en það hvessi fyrir norðan seinni partinn og þar verður víða mjög hvasst í kvöld. Útlit er fyrir að veðri versni á vestanverðu landinu um það leyti sem jólin ganga í garð.
Yfir hátíðarnar verður vetrarþjónusta á vegum landsins samkvæmt helgarþjónustu. Þjónustusíminn 1777 verður með hefðbundinn opnunartíma nema á jóladag og nýársdag þegar opið verður frá 7:30 til 22:00. Nánari upplýsingar má finna á https://www.vegagerdin.is