Vegagerðin hyggst bæta ökumönnum tjónið

Vega­gerðin hyggst bæta öku­mönn­um það tjón sem hlot­ist hef­ur af blæðing­um í klæðingu á fjöl­mörg­um stöðum frá Borg­ar­nesi að Öxna­dals­heiði. Á það bæði við um þrif og tjón eft­ir at­vik­um. Á þetta sér­stak­lega við um þá sem urðu fyr­ir tjóni áður en til­kynn­ing um blæðingu í klæðingu barst. Vega­gerðin hvet­ur alla tjónþola til að fylla út tjóna­skýrslu. Þetta kom fram á mbl.is 

G. Pét­ur Matth­ías­son, upp­lýs­inga­full­trúi Vega­gerðar­inn­ar, seg­ir að blæðing­in í klæðing­unni líti út fyr­ir að vera meiri en áður hef­ur sést án þess að hann geti full­yrt um það. 

„Lög­in segja að á meðan við höf­um ekki til­kynnt það eða merkt það þá er ábyrgðin Vega­gerðar­inn­ar,“ seg­ir G. Pét­ur. Hann hvet­ur þá sem telja sig hafa orðið fyr­ir tjóni að fylla út tjóna­skýrslu á vef Vega­gerðar­inn­ar.